Mugabe fagnað við heimkomuna

Von er á forseta Zimbabwe, Robert Mugabe, heim í dag og bíða hans höfðinglegar móttökur. Lýstu ríkisreknu fjölmiðlarnir í landinu ferð hans til Portúgal, þar sem hann tók þátt í ráðstefnu leiðtoga Evrópusambandsríkjanna og Afríkuríkja um helgina, sem miklum sigri þrátt fyrir þá gagnrýni sem hann fékk á sig. Miklar deilur sköpuðust á fundinum um þátttöku Mugabe í ráðstefnunni vegna stöðu mannréttindamála í valdatíð hans sem forseti Zimbabwe.

Ríkisfjölmiðlar í Zimbabwe segja að Mugabe hafi stolið senunni í Portúgal og að sögn ráðherra upplýsingamála voru þjóðarleiðtogar eins og Angela Merkel eins og „dvergar" í samanburði við Mugabe.

 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sakaði Mugabe á laugardag um að „skaða ímynd hinnar nýju Afríku“ með mannréttindabrotum sínum. Í kjölfarið var Merkel ásökuð um kynþáttafordóma og tengsl við nasistahreyfinguna í dagblaði stjórnarinnar í Zimbawe, Herald.

Robert Mugabe
Robert Mugabe AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert