Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir stuðningi við að Dmítrí Medvedev, aðstoðarforsætisráðherra, bjóði sig fram í forsetakjöri í mars. ITAR-Tass, fréttastofan skýrði frá þessu.
Miklar vangaveltur hafa verið um hvern Pútín muni styðja í forsetakjörinu en Pútín er ekki kjörgengur þar sem hann hefur setið í embættinu í tvö kjörtímabil. Almennt er gert ráð fyrir, að sá frambjóðandi, sem Pútín styður, muni vinna öruggan sigur í kosningunum í mars.
Pútín mun hafa átt erfitt með að gera upp við sig hvort hann styðji Medvedev, sem er lögfræðingur og stjórnarformaður ríkisorkufyrirtækisins Gazprom, og Sergei Ívanov, annars aðstoðarforsætisráðherra, sem gegndi um tíma embætti varnarmálaráðherra.