Skiluðu ættleiddu barni eftir 7 ár

Hol­lensk­ur rík­is­er­ind­reki og eig­in­kona hans sem búa í Hong Kong hafa skilað aft­ur sjö ára gam­alli stúlku frá Suður-Kór­eu sem þau ætt­leiddu er hún var smá­barn. Gefa þau þá skýr­ingu að hún hafi ekki sam­lag­ast fjöl­skyldu þeirra, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ræðismanns­skrif­stofu Suður-Kór­eu í Hong Kong.

Hjón­in skiluðu stúlk­unni ný­verið en þau ætt­leiddu hana fyr­ir sjö árum, að sögn tals­manns ræðismanns­skrif­stof­unn­ar. „Þau eiga nú sín eig­in börn. Þau ákváðu að það væri erfitt að ala hana upp vegna þess hve ólík­ir menn­ing­ar­heim­ar þeirra og henn­ar eru. Þau sögðu að hún hafi ekki viljað borða mat­inn þeirra. Það var ein af ástæðunum sem þau gáfu. Það er ein­kenni­leg ástæða," sagði talsmaður­inn í sam­tali við AFP frétta­stof­una.

Seg­ir hann að þau hafi alið stúlk­una upp frá því hún var smá­barn og mjög sjald­gæft sé að börn­um sé skilað með þess­um hætti.  Að hans sögn ætt­leiddu hjón­in stúlk­una er maður­inn starfaði á veg­um ut­an­rík­isþjón­ustu Hol­lands í S-Kór­eu. 

Í dag greindi dag­blaðið Joon­gAng í S-Kór­eu frá því að eig­in­kona rík­is­er­ind­rek­ans hafi talið að hún gæti ekki eign­ast börn þegar þau ætt­leiddu stúlk­una árið 2000 en hún hafi orðið ófrísk eft­ir að þau fluttu til Hong Kong. Stúlk­an er með vega­bréf frá Kór­eu en ekki Hollandi. Hún tal­ar ensku og kant­onsku en ekki kóreönsku. Stjórn­völd í Hong Kong hafa fundið skóla fyr­ir stúlk­una og leit­ar nú að nýju heim­ili fyr­ir hana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert