Beitti ungan pilt kynferðislegu ofbeldi

Sænsk kona hefur verið dæmd í hálfs árs fangelsi í Svíþjóð fyrir að beita ungan pilt kynferðislegu ofbeldi. Að sögn fréttastofunnar TT hófst samband konunnar, sem er 32 ára, fyrir fimm árum í Úrúgvæ, heimalandi piltsins, þegar hann var 12 ára og tveimur árum síðar eignuðust þau dóttur. 

Að sögn TT bjó konan ásamt sænskum sambýlismanni sínum í Úrúgvæ og henni tókst að sannfæra sambýlismanninn um, að drengurinn ætti að flytja með þeim til Svíþjóðar. Þar bjó drengurinn á heimili þeirra og svaf í sama herbergi og tvö börn konunnar.

Konan skráði drenginn sem fósturson sinn og fékk bætur úr sænskum sjóðum. Árið 2003 tók konan á ný upp kynferðissamband við piltinn, sem þá var 14 ára, og í janúar 2004 eignuðust þau dóttur.

Málið komst upp þegar  pilturinn sagði móður vinkonu sinni frá því og þá var lögreglan kölluð til. Pilturinn, sem nú er 18 ára, segir að hann og konan áformi, að taka upp sambúð og jafnvel gifta sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert