Norska lögreglan hefur gert húsleit hjá mörgum af æðstu stjórnendum innan hersins vegna gruns um mútuþægni og spillingu. Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar, Økokrim hefur í dag gert húsleit bæði á einkaheimilum og skrifstofum háttsettra hermanna.
Ekki hefur verið gefið upp hverjir hinir grunuðu eru en þeir eru fleiri en tíu talsins. Meðal hinna grunuðu eru einnig starfsmenn hjá Siemens-samsteypunni og fleiri fyrirtækja sem grunuð eru um að hafa greitt starfsmönnum hersins fyrir að fá að eiga viðskipti við norska herinn.
Økokrim sendi Siemens fyrr í dag fyrirskipun um að greiða norska ríkinu sem samsvarar 101 milljón íslenskra króna fyrir að hafa sent norska varnarmálaráðuneytinu of háa reikninga á árunum 2000 til 2005.