Umfangsmiklar hernaðaraðgerðir á Gaza

Liðsmaður öryggissveita Hamas-samtakanna við fíkniefnabál við lögreglustöð á Gasasvæðinu á …
Liðsmaður öryggissveita Hamas-samtakanna við fíkniefnabál við lögreglustöð á Gasasvæðinu á sunnudag. AP

Fimm herskáir Palestínumenn létu lífið er Ísraelsher gerði land og loftárásir á sunnanvert Gasasvæðið í nótt en um var að ræða umfangsmestu hernaðaraðgerðir Ísraelshers á svæðinu frá því Hamas samtökin náðu þar völdum í júní. Þrír Palestínumannanna létu lífið er skotið var á hóp manna úr skriðdreka en tveir féllu í loftárás.

Átök standa enn á milli ísraelskra hermanna og vopnaðra Palestínumanna í í bænum Khan Younis og var skólahaldi þar aflýst í morgun vegna ástandsins og fólki ráðlagt að halda börnum sínum innandyra. Ísraelsher segir hernaðaraðgerðirnar miða að því að uppræta innri byggingu hryðjuverkaríkis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert