Del Ponte: Karadzic verður handsamaður

Karadzic og Mladic í maí 1993.
Karadzic og Mladic í maí 1993.

Carla Del Ponte, fráfarandi yfirsaksóknari Alþjóða glæpadómstólsins vegna fyrrum Júgóslavíu, sagðist í dag sannfærð um að það væri einungis tímaspursmál hvenær þeir Ratko Mladic og Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogar Bosníu-Serba, verði handsamaðir og leiddir fyrir dómstólinn.

Del Ponte lætur af embætti í árslok, eftir að hafa gegnt því í átta ár. Hún sagði á fréttamannafundi í dag að það væri blettur á starfi dómstólsins að Mladic og Karadzic, sem eru eftirlýstir fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, gengju enn lausir.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að leggja beri dómstólinn niður 2010, en forseti hans og Del Ponte hafa ítrekað krafist þess að dómstóllinn verði starfandi uns tekist hafi að ná Karadzic og Mladic og rétta yfir þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka