Obama saxar á forskot Clintons

Clinton, Obama og Edwards.
Clinton, Obama og Edwards. Reuters

Barack Obama og Hillary Clinton eru hnífjöfn að vinsældum í New Hampshire, þar sem fyrstu forkosningar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum fara fram, og mjög hefur dregið saman með þeim á landsvísu, samkvæmt nýjum skoðanakönnunum.

Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í gær er fylgi Clintons í New Hampshire 31%, en fylgi Obamas 30%. Munurinn er innan skekkjumarka. John Edwards er þriðji með 16% fylgi. Í könnun í september var fylgi Clintons í NH 43% og Obamas 20%.

Í Iowa eru þau öll þrjú með svipað fylgi.

Einnig hefur dregið úr forskoti Clintons á landsvísu. Í síðasta mánuði mældist fylgi hennar 44% og Obamas 25%, en samkvæmt nýrri könnun er fylgi Clintons komið niður í 40%, en fylgi Obamas hefur aukist í 30%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert