Dæmdur í 438 ára fangelsi

Mark Goudeau.
Mark Goudeau. AP

Bandarískur karlmaður var í dag dæmdur í 438 ára fangelsi fyrir að nauðga konu og beita systur hennar annars konar kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa myrt átta konur og einn karlmann í Phoenix í Arizona á árunum 2005 og 2006 og á yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur um þau morð.

Mark Goudeau, 43 ára fyrrum byggingaverkamaður, var dæmdur fyrir að ráðast á systurnar þar sem þær voru á gangi í almenningsgarði. Báðar konurnar báru kennsl á  Goudeau í réttarsalnum og DNA-rannsóknir bentu einnig til þess að hann hefði verið að verki. Hann hefur hins vegar haldið fram sakleysi sínu. 

Goudeau er grunaður um að vera svonefndur Baseline-drápari, fjöldamorðingi sem kenndur er við hverfið í Phoenix þar sem flest morðin voru framin. Tveir aðrir karlmenn eru grunaðir um að hafa framið önnur 9 morð  í Poenix á árunum 2005 og 2006, sem kennd voru við svonefndan „raðmorðingja".  Kenningar voru um að Baseline-dráparinn og raðmorðinginn væru í einskonar keppni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert