Yfirmaður loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, Yvo de Boer, segir góðan árangur vera að nást í samningsviðræðum um takmörkun á losun gróðurhúsáhrifa á meðal iðnvæddra ríkja. Hann segir viðræður þó þurfa að halda áfram til þess að samkomulag náist á ráðstefnu SÞ á Balí.
De Boer segir viðræður meðal ákveðins hóps þjóða sem ræða takmarkaða losun gróðurhúsáhrifa ganga vel. „Ekkert er samþykkt fyrr en allt er samþykkt, en þessi hópur hefur náð góðum árangri", sagði De Boer.
Samkvæmt áætlun átti ráðstefnunni á Balí að ljúka fyrr í dag en henni hefur ekki enn verið slitið.