Lögreglan í Hollandi hefur það sem af er árinu gefið út hátt í tíu milljónir hraðasekta, eða fleiri en nemur fjölda ökumanna í landinu. Um það við þrjár af hverjum fjórum þessara sekta voru fyrir akstur fjórum til 10 km yfir leyfðum hámarkshraða.
Tala hraðasektanna á árinu er um 12% hærri en í fyrra, en talsmaður umferðardeildar ríkissaksóknaraembættisins telur þó að þetta sé ekki of hrakalega fram gengið.
„Hér eru um sjö milljónir ökumanna, og allir fara einhverntíma yfir leyfilegan hámarkshraða þannig að þetta þýðir bara að sumir eru gómaðir oftar en einu sinni á ári.“
Eftirlitsmyndavélar ná myndum af þeim sem aka of hratt og eru þær tengdar gagnabanka með upplýsingum um skráningarnúmer. Sektirnar eru gefnar út sjálfkrafa, og eru að meðaltali upp á um fimm þúsund krónur.