Síðasti dagur loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Bali er í dag. Mjög hart hefur verið deilt um það hvert stefna eigi í því að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda.
Ráðherrar Evrópusambandsins hafa sagt að þeir muni sniðganga loftlagsráðstefnu Bandaríkjanna í næsta mánuði nema Bandaríkjastjórn samþykki aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin vilja að ríkisstjórnir þjóða heims geti sjálfar ákveðið hversu mikið eigi að losa.
Indónesía er sagt vera að reyna að fá málamiðlunartillögu samþykkta þannig að ekki muni koma fram í lokatexta samningins hversu mikil losunin eigi að vera hjá hverju ríki fyrir sig.
Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt afstöðu Bandaríkjanna. Honum var ákaft fagnað þegar hann sagði að: „mín eigin þjóð, Bandaríkin, ber ábyrgð á því að árangur geti ekki náðst á Bali.
Fréttavefur BBC greindi frá.