Loftlagsráðstefnu SÞ lýkur í dag

Umhverfisverndarsinnar hafa fylgst náið með fundarhöldum á loftlagsráðstefnunni á Bali.
Umhverfisverndarsinnar hafa fylgst náið með fundarhöldum á loftlagsráðstefnunni á Bali. Reuters

Síðasti dag­ur loft­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna á Bali er í dag. Mjög hart hef­ur verið deilt um það hvert stefna eigi í því að tak­marka út­blást­ur gróður­húsaloft­teg­unda. 

Ráðherr­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa sagt að þeir muni sniðganga loft­lags­ráðstefnu Banda­ríkj­anna í næsta mánuði nema Banda­ríkja­stjórn samþykki aðgerðir til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Banda­rík­in vilja að rík­is­stjórn­ir þjóða heims geti sjálf­ar ákveðið hversu mikið eigi að losa.

Indó­nesía er sagt vera að reyna að fá mála­miðlun­ar­til­lögu samþykkta þannig að ekki muni koma fram í loka­texta samn­ing­ins hversu mik­il los­un­in eigi að vera hjá hverju ríki fyr­ir sig.

Al Gore, fyrr­um vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur gagn­rýnt af­stöðu Banda­ríkj­anna. Hon­um var ákaft fagnað þegar hann sagði að: „mín eig­in þjóð, Banda­rík­in, ber ábyrgð á því að ár­ang­ur geti ekki náðst á Bali.

Frétta­vef­ur BBC greindi frá. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert