Þingmenn slógust

Slagsmál brutust út í suður-kóreska þinginu í Seoul í dag vegna deilna um tillögu um að ákæra saksóknara, sem sem hreinsuðu forsetaframbjóðanda af aðild að fjársvikamáli. Hópur stjórnarþingmanna þurfti m.a. að saga í sundur stálvíra, sem stjórnarandstæðingar notuðu til að loka dyrum þingsalarins.

Sjónvarpsmyndir sýndu þingmenn slá og sparka frá sér þegar þeir reyna að komast í ræðustól þingsins. Einn þingmaður var borinn út úr salnum á börum eftir slagsmálin og fleiri munu hafa meiðst, að sögn þarlendra fréttamiðla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert