Bandaríkin skrifa undir

00:00
00:00

Banda­rík­in munu skrifa und­ir sam­komu­lag um að  stefnt sé að því draga mikið úr los­un  gróður­húsa­teg­unda á ráðstefnu aðild­ar­ríkja Ramma­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar (UN­FCCC) á Balí.

Lagður var grunn­ur að sam­komu­lagi um hvað tæki við þegar Kyoto-bók­un­in um tak­mark­an­ir á los­un gróður­húsaloft­teg­unda félli úr gildi í lok árs 2012. Stefnt er að því að ljúka samn­ingaviðræðunum í Kaup­manna­höfn árið 2009.

Á ráðstefn­unni var einkum deilt um þá til­lögu Evr­ópu­sam­bands­ins að iðnrík­in stefndu að því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 25-40% fyr­ir árið 2020, miðað við los­un­ina eins og hún var 1990. Full­trú­ar Banda­ríkj­anna og fleiri landa lögðust gegn þessu og sögðu að hvert ríki fyr­ir sig ætti að ákveða sjálft hversu mikið það legði af mörk­um í þess­um efn­um.

Í sam­komu­lag­inu er þessi til­laga ESB ekki í meg­in­text­an­um held­ur vísað til henn­ar í neðan­máls­grein. Það mark­mið að draga úr los­un­inni um 25-40% fyr­ir árið 2020 var aðeins sagt ná til þeirra ríkja sem hafa staðfest Kyoto-bók­un­ina. Banda­rík­in eru því und­an­skil­in þar sem þau eru eina iðnveldið sem hef­ur ekki staðfest bók­un­ina.

Sam­komu­lagið náðist loks í morg­un eft­ir lang­ar viðræður í nótt sem leiddu meðal ann­ars til sam­komu­lags­ins milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna þar sem ESB gaf það end­an­lega eft­ir, að þetta kæmi fram í meg­in­máli sam­komu­lags­ins.

SUPRI
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert