Bandaríkin skrifa undir

Bandaríkin munu skrifa undir samkomulag um að  stefnt sé að því draga mikið úr losun  gróðurhúsategunda á ráðstefnu aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) á Balí.

Lagður var grunnur að samkomulagi um hvað tæki við þegar Kyoto-bókunin um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda félli úr gildi í lok árs 2012. Stefnt er að því að ljúka samningaviðræðunum í Kaupmannahöfn árið 2009.

Á ráðstefnunni var einkum deilt um þá tillögu Evrópusambandsins að iðnríkin stefndu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25-40% fyrir árið 2020, miðað við losunina eins og hún var 1990. Fulltrúar Bandaríkjanna og fleiri landa lögðust gegn þessu og sögðu að hvert ríki fyrir sig ætti að ákveða sjálft hversu mikið það legði af mörkum í þessum efnum.

Í samkomulaginu er þessi tillaga ESB ekki í megintextanum heldur vísað til hennar í neðanmálsgrein. Það markmið að draga úr losuninni um 25-40% fyrir árið 2020 var aðeins sagt ná til þeirra ríkja sem hafa staðfest Kyoto-bókunina. Bandaríkin eru því undanskilin þar sem þau eru eina iðnveldið sem hefur ekki staðfest bókunina.

Samkomulagið náðist loks í morgun eftir langar viðræður í nótt sem leiddu meðal annars til samkomulagsins milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna þar sem ESB gaf það endanlega eftir, að þetta kæmi fram í meginmáli samkomulagsins.

SUPRI
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert