Mafíuforingi í Napólí handtekinn

Einn helsti valdamaðurinn í Camorra-mafíunni í Napólí var handtekinn í úthverfi borgarinnar í nótt, að því er blaðið Il Mattino greinir frá í dag. Foringinn, Edoardo Contini, var lista yfir 30 hættulegustu forsprakka skipulagðrar glæpastarfsemi á Ítalíu. Blaðið segir handtökuna hafa verið gerða í samstarfi lögreglunnar í Napólí og útsendara ríkislögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert