Ákærð fyrir að vera gift tíu mönnum

Tuttugu og sex ára kona í Miami á Flórída hefur verið ákærð fyrir að vera gifst að minnsta kosti tíu mönnum á árunum 2002-2006 án þess að hafa fyrir því að skilja við nokkurn þeirra, að því er yfirvöld greina frá. Blaðið Miami Herald segir að vísbendingar séu um að konan hafi gifst sjö mönnum til viðbótar.

Konan heitir Eunice Lopez. Hún fluttist til Flórída frá Kúbu 2002, og er löglegur innflytjandi. Ríkissaksóknari á Flórída segir að enginn þeirra manna sem hún hafi gifst hafi verið skráður til heimilis neinstaðar. Lopez hafi rukkað eiginmennina um ótilgreinda fjárhæð fyrir að aðstoða þá við að komast á innflytjendaskrá, og haldið áfram að krefja þá um peninga löngu eftir að hún giftist þeim, og hótaði að koma upp um þá ef þeir greiddu ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert