Ársgamlar endur í jólamatinn

Jó­laund­ir­bún­ing­ur stend­ur nú sem hæst í Dan­mörku sem ann­ars staðar. Það er þó fleira en verðið sem Dan­ir þurfa að kynna sér áður en þeir ákveða hvar þeir ætla að versla í jóla­mat­inn.

Sam­kvæmt könn­un frétta­vefjar­ins Fpn.dk er bæði boðið upp á árs­gaml­ar end­ur og eplaskíf­ur í versl­un­um Kvickly Xtra í þrem­ur af hverj­um fjór­um til­fell­um. Í versl­un­um Bilka og Føtex er hins veg­ar ein­ung­is boðið upp á nýslátraðar end­ur og nýbakaðar eplaskíf­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á umbúðum.

For­svars­menn Kvickly Xtra þver­taka fyr­ir að þetta göml­um mat­væl­um sé ekki dreift í búðir keðjunn­ar og segja að um sé að ræða eldri birgðir ein­stakra versl­ana. Þá segja þeir það á ábyrgð yf­ir­manns hverr­ar versl­un­ar að ákveða hvenær vör­ur séu tekn­ar úr sölu.

Jens Juul Niel­sen, upp­lýs­inga­full­trúi Coop eig­anda Kvickly Xtra, seg­ir könn­un­ina því ekki vera til marks um stefnu fyr­ir­tæk­is­ins en bend­ir jafn­framt á að þar sem um­rædd­ar vör­ur séu ekki komn­ar fram yfir síðasta sölu­dag sé ekk­ert að þeim. Þá seg­ir hann þá viðskipta­vini sem vilji ferska vöru geta farið fram á slíkt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka