Bandaríkin ekki sátt við samkomulagið

Grænfriðungar á ströndinni í Kuta á Bali eftir að loftslagsráðstefnunni …
Grænfriðungar á ströndinni í Kuta á Bali eftir að loftslagsráðstefnunni lauk í gær.

Talmaður Hvíta húss­ins í Washingt­on greindi frá því í gær­kvöldi að Banda­ríkja­stjórn hefði mikl­ar áhyggj­ur af ákveðnum atriðum þess sam­komu­lags sem náðist á lofts­lags­ráðstefn­unni á Balí í gær. Seg­ir hann Banda­ríkja­stjórn ekki telja að þróuðu rík­in eigi ein að bera þung­ann af ráðstöf­un­um til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Sam­komu­lag náðist á milli full­trúa 180 ríkja á lofts­lags­ráðstefn­unni í Balí í gær eft­ir að samn­inga­fund­ir höfðu verið fram­lengd­ir um rúm­an sól­ar­hring og sam­komu­lag allt að því af­skrifað. Í hinu end­an­lega sam­komu­lagi seg­ir að mikið skuli dregið úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.  

Á ráðstefn­unni var einkum deilt um þá til­lögu Evr­ópu­sam­bands­ins að iðnrík­in stefndu að því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 25-40% fyr­ir árið 2020, miðað við los­un­ina eins og hún var 1990. Full­trú­ar Banda­ríkj­anna og fleiri landa lögðust hins veg­ar gegn þessu og sögðu að hvert ríki fyr­ir sig ætti að ákveða hversu mikið það legði af mörk­um í þess­um efn­um.

Í sam­komu­lag­inu er til­laga ESB ekki í meg­in­text­an­um held­ur vísað til henn­ar í neðan­máls­grein. Þá er það mark­mið að draga úr los­un­inni um 25-40% fyr­ir árið 2020 aðeins sagt ná til þeirra ríkja sem hafa staðfest Kyoto-bók­un­ina. Banda­rík­in eru því und­an­skil­in þar sem þau eru eina iðnveldið sem hef­ur ekki staðfest bók­un­ina

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert