Um níutíu manns sátu fastir í tólf klukkutíma í um tuttugu metra hæð frá jörðu eftir að skíðalyfta á vinsælu skíðasvæði í Japan bilaði í gær. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Atvikið átti sér stað á Ontake skíðasvæðinu í Nagano í miðhluta landsins og þurftu björgunarmenn að þvinga upp sautján kláfvagna og láta hvern einstakling fyrir sig síga í reipi niður á jörðina. Málið er nú í rannsókn hjá öryggismála- og lögregluyfirvöldum á svæðinu.