Herskáir vinstrimenn kveiktu í bílum og köstuðu glerflöskum og flugeldum í lögreglu í Hamborg í nótt, eftir að mótmælaaðgerðir gegn „ríkiseinræði“ og „eftirlitsríki“ fóru úr böndunum í gærkvöldi.
Lögregla segir þrjátíu manns hafa verið handtekna, en alls hafi um 3.200 tekið þátt í mótmælunum.
Vinstrisinnarnir létu í ljósi andúð sína á fyrirætlunum stjórnvalda um að herða hryðjuverkalöggjöfina með því að gefa hinu opinbera aukið vald til eftirlits, þ.á m. að heimila lögreglu að nota netið til að leita í tölvum grunaðra.