Mótmæltu „eftirlitsríki“

Lögreglumenn í Hamborg í nótt.
Lögreglumenn í Hamborg í nótt. AP

Her­ská­ir vinstri­menn kveiktu í bíl­um og köstuðu gler­flösk­um og flug­eld­um í lög­reglu í Ham­borg í nótt, eft­ir að mót­mælaaðgerðir gegn „rík­is­ein­ræði“ og „eft­ir­lits­ríki“ fóru úr bönd­un­um í gær­kvöldi.

Lög­regla seg­ir þrjá­tíu manns hafa verið hand­tekna, en alls hafi um 3.200 tekið þátt í mót­mæl­un­um.

Vinst­ris­inn­arn­ir létu í ljósi andúð sína á fyr­ir­ætl­un­um stjórn­valda um að herða hryðju­verka­lög­gjöf­ina með því að gefa hinu op­in­bera aukið vald til eft­ir­lits, þ.á m. að heim­ila lög­reglu að nota netið til að leita í tölv­um grunaðra. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert