Tyrkir gerðu loftárásir á svæði Kúrda í Írak

Þúsundir Kúrda komu saman í Duesseldorf í Þýskalandi í gær …
Þúsundir Kúrda komu saman í Duesseldorf í Þýskalandi í gær til að mótmæla loftárásum Tyrkja á svæði Kúrda í norðurhluta Íraks. AP

Stjórnarher Tyrklands gerði árásir á nokkur þorp í norðurhluta Íraks í nótt þar sem Tyrkir segja aðskilnaðarsinnaða Kúrda hafa bækistöðvar sínar.

Samkvæmt þeim grunnupplýsingum sem við höfum gerðu átta orrustuþotur árásir á nokkur þorp við landamærin við Qandil fjallgarðinn snemma í morgun,” segir Jabbar Yawar, talsmaður tyrkneska hersins á svæðinu.

Talsmaður hersins í Ankara staðfestir að árásir hafi verið gerðar á Zap, Hakurk og Avasin og einnig á þorp í Qandil-fjöllunum, þar sem aðskilnaðarsinnaðir Kúrdar frá Tyrklandi halda til.Samkvæmt heimildum yfirvalda á svæðinu skemmdust nokkrar brýr í árásunum. Þá segir Hussin Ahmed, talsmaður yfirvalda á sjálfstjórnarsvæðum Kúrda í norðurhluta Íraks, að nokkuð séu um fólksflótta frá þeim svæðum sem urðu fyrir árásunum.

Árásirnar í nótt voru önnur loftárásahrina Tyrkja gegn aðskilnaðarsinnuðum Kúrdum í norðurhluta Íraks í þessum mánuði. Tyrkir eru hins vegar undir miklum þrýstingi á alþjóðavettvangi að fara ekki með landher sinn yfir landamærin til Íraks og hafa þeir hlýtt því fram til þessa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert