Vetrarhörkur í Bandaríkjunum

Miklar vetrarhörkur eru nú í mið og norðausturríkjum Bandaríkjanna. Rúmlega 100.000 manns eru nú án rafmagns í Pennsylvaníu og rúmlega tvöhundruð flugferðum um O'Hare alþjóðaflugvöllinn í Chicago hefur verið aflýst vegna veðurs en flugvöllurinn er einn helsti flugvöllur Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert