Vetrarhörkur í Bandaríkjunum

Miklar vetrarhörkur eru nú í mið og norðausturríkjum Bandaríkjanna. Rúmlega 100.000 manns eru nú án rafmagns í Pennsylvaníu og rúmlega tvöhundruð flugferðum um O'Hare alþjóðaflugvöllinn í Chicago hefur verið aflýst vegna veðurs en flugvöllurinn er einn helsti flugvöllur Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Tvö banaslys eru rakin til hálku á vegum en fyrir viku síðan létu 38 lífið í frosthörkum í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Þá eru tugir þúsunda enn án rafmegns í Oklahoma, Kansas og Missouri í kjölfar þess.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert