Bandaríkin veittu ekki leyfi

Bandaríkin hafa verið sökuð um að leyfa Tyrkneska hernum að …
Bandaríkin hafa verið sökuð um að leyfa Tyrkneska hernum að herja á Kúrda. Reuters

Bandarísk yfirvöld hafa neitað að hafa veitt tyrkneskum herþotum að halda uppi loftárásum á aðskilnaðarsinna Kúrda í PKK flokknum í norðurhluta Íraks í gær. Bandaríska sendiráðið í Írak sagði að yfirmenn hefðu ekki samþykkt árásirnar en hefðu verið látnir vita um þær fyrirfram.

Tyrkneski herinn hafði áður sagt að Bandaríkin hefðu veitt samþykki sitt með því að opna lofthelgi Íraks fyrir flugvélarnar. Samkvæmt fréttavef BBC urðu 10 þorp í grennd við landamærin fyrir barðinu á loftárásunum. Íraskir embættismenn sögðu að ein kona hefði látist, PKK tilkynnti að 7 hefðu látist.

Írösk yfirvöld boðuðu tyrkneska sendiherrann á sinn fund og kröfðust þess að árásunum yrði hætt og að þær stofnuðu samskiptum þjóðanna í mikla hættu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert