Bróðir dómsmálaráðherra Frakklands, Rachida Dati, var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasölu. Annar bróðir ráðherrans var í ágúst dæmdur í ársfangelsi fyrir fíkniefnasölu.
Omar Dati, sem er 36 ára, var í héraðsdómi Chalon-sur-Sao dæmdur fyrir sölu á kannabisefnum. Er þetta annar dómur hans fyrir fíkniefnasölu. Hinn bróðirinn, Jamal Dati, var einnig að fá sinn annan dóm fyrir fíkniefnabrot í ágúst.
Rachida Dati er náin samstarfskona Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Hún er ein af 11 systkinum en foreldrar hennar eru innflytjendur frá Norður-Afríku.