Elsti maður heims látinn

Úkraínumaðurinn Hryhoriy Nestor, sem talinn var elsti maður í heimi, lést í svefni á föstudag 116 ára að  í þorpinu Stary Yarytsjev í austurhluta Úkraínu. Nestor lést áður en Heimsmetabók Guinness gat staðfest aldur hans en samkvæmt bókinni er elsta manneskjan  sögð vera Edna Parker í Bandaríkjunum, sem varð 114 ára í apríl.

Nestor giftist aldrei og sagðist raunar þakka því langlífið, að sögn frænku hans. Blaðið  Segodnya segir, að aðeins nokkrir nánir ættingjar og vinir hafi verið viðstaddir útförina en Nestor hafði gefið fyrirmæli um að þar skyldi ekki vera grátið og á borðum í erfidrykkjunni yrðu soðnar kartöflur og síld og kálbögglar með heimatilbúnum pylsum, uppáhaldsmaturinn hans.

Blaðið hefur eftir Oksönu, frænku Nesors, að gamli maðurinn hefði verið heilsuhraustur og aðstoðað við húsverkin til síðasta dags. Hann hefði að vísu kvartað yfir höfuðverk síðasta daginn sem hann lifði.

Samkvæmt skjölum, sem eru í fórum fjölskyldunnar, fæddist Nestor 15. mars 1881. Oksana segir að Nestor hafi verið landbúnaðarverkamaður allt sitt lífi. Hann hafi verið mjög lágvaxinn og því ekki fundið sér maka og aldrei átt neina peninga. Hann hafi hins vegar lifað heilbrigðu lífi  og aðeins drukkið vodka í hófi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert