Matvælaverð aldrei hærra

Drengur í reiðhjólakerru á markaði í Peking.
Drengur í reiðhjólakerru á markaði í Peking. AP

Mik­il hækk­un mat­væla­verðs í heim­in­um ógn­ar af­komu millj­óna manna í fá­tæk­um lönd­um í heim­in­um, að því er SÞ segja. Hef­ur verðið hækkað um 40% á und­an­förnu ári og er nú það hæsta síðan mat­ar­verðsvísi­tala SÞ var fyrst birt 1990.

Mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un SÞ (FAO) seg­ir að þetta kunni að leiða til hung­urs í mörg­um ríkj­um. Hvet­ur stofn­un­in til þess að bænd­um í fá­tæk­um lönd­um verið veitt aðstoð við kaup á útsæði og áburði, og end­ur­skoðuð verði áhrif líf­rænna orku­gjafa á mat­væla­fram­leiðslu.

Or­sak­ir hækk­un­ar mat­væla­verðs í heim­in­um eru m.a. þurrk­ar og flóð, er tengj­ast lofts­lags­breyt­ing­um, og einnig auk­in eft­ir­spurn eft­ir líf­ræn­um orku­gjöf­um í kjöl­far hækk­un­ar olíu­verðs.

Þá hef­ur breytt mataræði í ríkj­um sem þró­ast hafa hratt, eins og til dæm­is Kína, haft áhrif, þar sem meira land þarf til að ala búfé vegna auk­inn­ar eft­ir­spurn­ar eft­ir kjöti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert