Ryanir greiðir sænskum ráðherrum bætur

Leila Freivalds og Göran Persson.
Leila Freivalds og Göran Persson. mbl.is

Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur náð sátt við tvo fyrrum ráðherra í sænsku ríkisstjórninni, Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra og  Lailu Freivalds, fyrrum utanríkisráðherra, en flugfélagið notaði mynd af þeim í auglýsingum án þess að fá heimild fyrir birtingunni.

Að sögn lögfræðings Perssons og Freivalds fá ráðherrarnir greiddar fjögur þúsund evrur, rúmar 366 þúsund krónur, hvor ráðherra eða alls átta þúsund evrur. Auglýsing Ryanair birtist í sænskum fjölmiðlum í febrúar í fyrra. Að sögn lögfræðingsins ætla þau að gefa upphæðina í góðgerðarstarfsemi.

 Auglýsingin birtist í kjölfar mikillar gagnrýni sem ráðherrarnir urðu fyrir eftir flóðbylgjuna í Asíu um jólin 2004. Í desember 2005 kölluðu mörg dagblöð í Svíþjóð eftir afsögn Persson kjölfarið á harðri gagnrýni á ríkisstjórn landsins í skýrslu nefndar sem fjallaði um viðbrögð sænskra stjórnvalda við flóðbylgjunni í Asíu. Í auglýsingunni var birt mynd af ráðherrunum og undir henni stóð „Tími til kominn að flýja land?".

Freivalds varð að segja af sér á síðasta ári eftir að í ljós kom, að hún hafði látið embættismann utanríkisráðuneytisins hafa samband við netþjónustu sem hýsti vef stjórnmálaflokksins Sverigedemokraterna. Vefurinn hafði birt hinar umdeildu dönsku skopmyndir af Múhameð spámanni en í kjölfar afskipta ráðuneytisins var heimasíðunni lokað. Freivalds sagði sænskum fjölmiðlum, að hún hefði ekki falið embættismanninum að hafa samband við netþjónustuna en ráðuneytið upplýsti síðar, að ráðherrann hefði komið að þeirri ákvörðun. Fyrr á þessu ári viðurkenndi Persson að hann hafi vitað að Freivalds sagði ósatt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert