Þorskstofninum útrýmt

Enginn þorskur frá 2007 árgangi fannst á Kattegatt.
Enginn þorskur frá 2007 árgangi fannst á Kattegatt. mbl.is/Kristinn Benediktss

Þorskstofninn á Kattegat er samkvæmt nýrri skýrslu í útrýmingarhættu. Á Kattegat, hafssvæðinu milli Jótlands og Svíþjóðar, var samkvæmt nýjustu mælingum engan fisk frá 2007 árgangi að finna, né heldur fisk eldri en tveggja ára.

Dagens Nyheter hefur eftir sænsku hafrannsóknarstofnuninni í Lysekil sem gerði mælingarnar að svo slæmt hafi ástandið aldrei verið. Þar kemur fram að ekki leikur nokkur vafi á að ofveiði er um að kenna.

Í Noregi hefur blossað upp deila um hvort leyfa eigi að bora eftir olíu í grennd við Lófótinn. Í kjölfar olíulekans sem upp kom við norskan olíuborpall í síðustu viku hafa umhverfissinnar á Norðurlöndum viðrað áhyggjur af því að viðkvæm hafssvæði þar sem þorskstofninn á upptök sín geti verið í hættu.

Norska Stórþingið mun árið 2010 ákveða hvort leyfa eigi olíuleit á hafssvæðinu fyrir utan Lófótinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert