Forseti Palestínu Mahmud Abbas, hvatti þjóðir heims til þess að styðja við bakið á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum með því fjárhagsstuðningi. Segir Abbas það eina möguleikann til þess að koma í veg fyrir stórslys á svæðunum. Þetta kom fram í máli Abbas á friðarráðstefunni í París í morgun.
Að sögn Abbast að án fjárstuðnings geti ríkissjóður Palestínu ekki staðið við skuldbindingar sínar og það myndi þýða skelfilegar hörmungar á Vesturbakkanum og Gaza.
Stjórnvöld í Palestínu vonast til þess að fá fjárhagsaðstoð upp á 5,6 milljarða dala, þar á meðal 3,9 milljarða dala í beinan stuðning við efnahag svæðanna.