Jihad-samtökin hóta Ísraelum hefndum

Ættingjar Majed Harazin, háttsetts liðsmanns Jihad-samtakanna syrgja við útför hans …
Ættingjar Majed Harazin, háttsetts liðsmanns Jihad-samtakanna syrgja við útför hans í dag. AP

Palestínsku Ji­had-sam­tök­in hafa heitið því að hefna fjög­urra liðsmanna sam­tak­anna sem létu lífið í loft­árás Ísra­els­hers á Gasa­svæðið í nótt. Þrett­án Palestínu­menn létu lífið í árása­hrinu Ísra­ela í nótt en um var að ræða mann­skæðustu árás­ir Ísra­ela  gegn Palestínu­mönn­um í marga mánuði. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Ha’a­retz. 

Sam­tök­in segja að loft­árás hafi verið gerð á menn­ina er þeir komu frá bæn­um í mosku í bæn­um Jaba­lya en sam­tök­in hafa staðið fyr­ir tíðum flug­skeyta­árás­um frá svæðinu yfir landa­mær­in til Ísra­els. Bíl­ar, bún­ir há­töl­ur­um, hafa ekið um göt­ur á Gasa­svæðinu í morg­un og heitið hefnd­um og vopnaðir liðsmenn sam­tak­anna hafa skotið úr riffl­um sín­um upp í loftið. Þá hef­ur liðsmönn­um sam­tak­anna verið skipað að slökkva á farsím­um sín­um og losa sig við batte­rí­in úr þeim. 

Haim Ramon, aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra Ísra­els, ver árás­irn­ar í nótt. „Ég get sagt ykk­ur að árás­ir gegn ákveðnum mönn­um á Vest­ur­bakk­an­um haf dregið mjög úr fjölda hryðju­verka­árása,” sagði hann í út­varps­viðtali. „Og á Gasa­svæðinu draga þær sann­ar­lega úr flug­skeyta­árás­um á Ísra­el."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert