Jólatréssalar sakaðir um ólöglegt verðsamráð

Danskir jólatréssalar sakaðir um samráð.
Danskir jólatréssalar sakaðir um samráð. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Lögð hefur verið fram ákæra á hendur samtökum jólatrésala í Danmörku. Eru samtökin Dansk Juletræsdyrkerforening og formaður þeirra Kaj Østergaard sökuð um að hafa staðið að baki ólöglegu verðsamráði undanfarin fjögur ár. Þá eru samtökin sögð hafa reynt að koma í veg fyrir verðsamkeppni innan samtakanna. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

1000 meðlimir eru í samtökunum og samkvæmt upplýsingum lögreglu hafa þeir fengið send tilmæli um verðhækkanir frá samtökunum. Samtökin hafa tvisvar fengið fyrirmæli um það frá yfirvöldum að hætta að senda út slík tilmæli en virt þau að vettugi. Kaj Østergaard segir samtökin hafa haldið námskeið fyrir félagsmenn sína þar sem þeir hafi m.a. fengið almennar leiðbeiningar um útreikninga verðlagningar. Einungis hafi hins vegar verið um hlutlausar og faglegar ráðleggingar að ræða.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert