Kastró að láta af völdum?

Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, hefur gefið í skyn að hann muni setjast í helgan stein og láta af völdum sem leiðtogi Kúbu. Hann segist hafa þeirri skyldu að gegna að halda ekki dauðahaldi um stjórnartaumana eða koma í veg fyrir að sér yngra fólk komist til valda.

Fram kemur á fréttavef BBC að fréttaskýrendur líti á þessa yfirlýsingu Kúbuleiðtogans, sem lesin var upp í ríkissjónvarpinu,  sem vísbendingu um það að Kastró muni láta af embætti sem leiðtogi Kúbu.

Kastró, sem er 81s árs gamall, hefur átt við veikindi að stríða. Raúl, yngri bróðir hans, tók tímabundið við stjórn landsins á síðasta ári vegna veikinda Kastrós. Síðan þá hefur Fídel Kastró ekki komið fram opinberlega. Ríkisstjórn Kúbu hefur hinsvegar birt myndir af leiðtoganum.

Fídel Kastró.
Fídel Kastró. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka