Lögregla skaut leikara

Tveir leikarar voru skotnir til bana og þrír særðust við tökur á glæpamynd í höfuðborg Angóla, Lúanda í gær. Lögreglan hélt að þeir væru raunverulegir og vopnaðir ræningjar. Myndin var tekin í Sambila, úthverfi borgarinnar þar sem glæpir eru algengir.

„Lögreglan kom á pallbíl og hóf skothríð á viðstadda af stuttu færi án þess að ræða við nokkurn mann,” sagði leikstjórinn við blaðamenn.

Leikararnir voru með byssur en óhlaðnar. Þegar lögreglumennirnir áttuðu sig á mistökum sínum óku þeir á brott án þess að athuga líðan hinna föllnu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert