Vísvitandi dregin upp mynd af Rússum „nýkomnum niður úr trjánum“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands og maður ársins að mati fréttatímaritsins Time, segir að Bandaríkin komi ekki fram við Rússland eins og jafningja, og að vísvitandi hafi verið reynt að draga upp þá mynd af Rússum að þeir séu enn hálfgerðir villimenn og „nýkomnir niður úr trjánum.“

Þetta kemur fram í viðtali við Pútín í Time í dag.

„Við viljum vera vinir Bandaríkjamanna,“ segir Pútín. „Stundum fáum við á tilfinninguna að Bandaríkjamenn kæri sig ekki um vini, heldur einungis undirmenn sem taka við skipunum.“

Þegar Pútín var spurður hvort hann myndi vilja leiðrétta ranghugmyndir Bandaríkjamanna um Rússa svaraði hann því til að hann teldi ekki að um ranghugmyndir væri að ræða.

„Ég held að um sé að ræða að einhver hafi vísvitandi reynt að búa til þá ímynd af Rússum sem hentar til að hægt sé að hlutast til um stefnu okkar í innan- og utanríkismálum.“

Um persónuleg samskipti sín við George W. Bush Bandaríkjaforseta sagði Pútín þau vera góð. „Hann er áreiðanlegur samstarfsaðili og heiðursmaður.“

Pútín á forsíðu Time.
Pútín á forsíðu Time. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert