Evrópusambandið hefur náð samkomulagi um kvóta á fiskveiðar aðildarlandanna á næsta ári eftir 20 stunda samningaviðræður sjávarútvegsráðherra aðildarríkjanna hæst ber skerðing þorskkvóta frá 9 til 18% í Atlantshafi fyrir utan Norðursjó þar sem 11% aukning hafði verið staðfest í samningi við Noreg.
Níu til átján prósent niðurskurður er lægra en 25% sem fiskveiðinefnd ESB hafði sóst eftir í ljósi viðvarana frá umhverfissinnum um hættuna sem steðjar að þorskstofninum.