ESB vill beita bílframleiðendur CO2 sektum

Evrópskir bílaframleiðendur verða beittir sektum losi þeir meira af koltvísýringi …
Evrópskir bílaframleiðendur verða beittir sektum losi þeir meira af koltvísýringi en leyfilegt er, verði tillaga framkvæmdastjórnar ESB samþykkt. AP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur lagt til að beita skuli bif­reiðafram­leiðend­ur sekt­um losi þeir meira af kolt­ví­sýr­ingi en leyfi­legt verður árið 2012. 

Fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins að ESB hafi lagt til að hafið verði að beita sekt­ar­á­kvæðum árið 2012. Miðað er við að hvert gramm af kolt­ví­sýr­ingi sem fer yfir leyfi­leg mörk muni kosta 20 evr­ur. Árið 2015 mun sekt­in hækka tölu­vert, eða í 95 evr­ur.

Jose Manu­el Barroso, fram­kvæmda­stjóri ESB, seg­ir að sam­bandið vilji stefna að því að vera í for­ystu á heimsvísu þegar kem­ur að því að tak­marka los­un kolt­ví­sýr­ings út í and­rúms­loftið.

Evr­ópsk­ir bif­reiðafram­leiðend­ur á borð við BMW í Þýskalandi og Peu­geot í Frakklandi hafa gagn­rýnt til­lög­ur ESB.

For­svars­menn BMW seg­ir til­lög­urn­ar vera barna­leg skref sem muni hafa bjöguð áhrif á markaðinn, og koma fram­leiðend­um smærri bíla til góða. Peu­geot seg­ir að hug­mynd­ir ESB séu and­vist­fræðileg­ar, and­fé­lags­leg­ar, and­efna­hags­leg­ar og hafi auk þess nei­kvæð áhrif á sam­keppn­is­stöðu evr­ópskra bif­reiðafram­leiðanda gagn­vart öðrum fram­leiðend­um í heim­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert