Time velur Pútín mann ársins

Vladimir Pútín var valinn„manneskja ársins
Vladimir Pútín var valinn„manneskja ársins" hjá tímaritinu Time. Reuters

Bandaríska tímaritið Time hefur valið Vladimír Pútín, forseta Rússlands sem „manneskju ársins 2007.”

Richard Stengel, ritstjóri Time, segir Pútín hafa hlotið heiðurinn þar sem hann hafi sýnt „ótrúlega forystu í að koma á jafnvægi í landi þar sem áður ríkti óstjórn.”

„Hann er nýi keisari Rússlands, en hann er hættulegur að því leyti að honum stendur á sama um borgaralegt frelsi, honum er sama um málfrelsið,” sagði Stengel.

Stengel segir Pútín vinsælan á meðal Rússa, sem telja hann að mestu leiti ábyrgan fyrir að koma á stöðugleika hjá þjóð sem bjó við ringulreið, eftir fall Sovétríkjanna snemma á tíunda áratugnum.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert