Sautján látnir í sprengingum í Sierra Leone

Í það minnsta sautján létust í miklum sprengingum sem urðu í miðborg Freetown, höfuðborgar Sierra Leone, í dag. Sprengingarnar urðu allar í sömu versluninni í hjarta miðborgarinnar en ástæður þeirra eru ókunnar.

Enn er óvitað hve margir létust alls og særðust og er talið að dolk sé enn innlyksa í byggingunni, sem er fjögurra hæða á, og er illa farin. Talið er mögulegt að gasleki hafi valdið slysinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka