Vilja bera brjóstin

Skandinavískar konur vilja geta farið úr að ofan á fótboltaleikjum.
Skandinavískar konur vilja geta farið úr að ofan á fótboltaleikjum. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Danskir nektarsinnar mótmæltu því misrétti að konur séu neyddar til að hylja brjóst sín í sundhöllum landsins en karlar ekki og fóru berbrjósta konur í sund í sundlauginni í DGI-byen, baðhúsi skammt frá aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn í mótmælaskyni í gær.

Kynlífsvæðing mannslíkamans hefur yfirhöndina þegar ber húð er ávalt sett í samband við kynlíf. Aðgerðirnar í DGI-byen er tákn um áherslubreytingu og að sýn nektarsinna er að ná fótfestu. Við styðjum það ferli að sjálfsögðu,” sagði Kim Bindesbøll Andersen talsmaður danskra nektarsinna í samtali við Jyllands-Posten.

Konurnar sem beruðu brjóstin í DGI-byen í gær voru ekki reknar upp úr lauginni og íhuga stjórnendur baðhússins að hafa sérstaka opnunartíma fyrir berbrjósta konur í framtíðinni.

Dönsku konurnar fengu innblástur frá sænskum kynsystrum sem hafa stofnað samtökin Bara Bröst sem getur bæði þýtt Bara Brjóst og Ber Brjóst á íslensku. Sænsku konurnar hafa barist fyrir því að fá að bera brjóstin í ýmsum sundhöllum í bæði Malmö og Lundi.

 „Það er takmark okkar að vekja upp umræðu um þau óskráðu lög sem kynvæða og mismuna kvenlíkamanum,” er haft eftir tveimur talskonum sænsku samtakanna, Astrid Hellroth og Liv Ambjörnsson í sænskum fjölmiðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert