Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa handtekið hóp manna, tengdan hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, sem áformaði hyrðjuverkaárás meðan á hajj trúarhátíð múslima stóð. Al-Arabiya sjónvarpsstöðin sagði frá þessu í kvöld og hafði eftir ónafngreindum embættismönnum, að handtökur hefðu farið fram í nokkrum borgum í ríkinu.
Talið er að um 2,5 milljónir múslima hafi komið til Sádi-Arabíu í vikunni til að taka þátt í trúarhátíðinni í Mekka, helgustu borg íslamstrúar.
Hátíðinni lýkur í dag og eru flestir gestirnir að undirbúa heimferð.