Nágranni Bill og Hillary Clinton verið ákærður fyrir að skjóta konu sína til bana. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu, sem skammt frá heimili Clintonhjónanna í Chappaqua í New York ríki.
Carlos Perez-Olivo, 59 ára fyrrum lögmaður, sagði lögreglunni að ráðist hafi verið að bíl hjónanna á Manhattan árið 1999 og árásarmennirnir hafi skotið á þau. Hann keyrði konu sína sjálfur á sjúkrahús þar sem hún lést tveimur dögum síðar.
Perez sem hafði verið sviptur málflutningsleyfi heldur fram sakleysi sínu og segir sig eiga óvini sem hafi ætlað að ráða hann af dögum. Hann var hins vegar ákærður í vikunni og er í gæsluvarðhaldi en getur losnað gegn 1 milljón dala í tryggingu.
Morðið hafði ekki áhrif á öryggismál í kringum heimili Clinton hjónanna, sem hafa búið þar síðan Clinton lét af embætti forseta árið 2001.