Um 10.000 Bretar komast ekki í jólasólina og verða að halda sig heima í ár þrátt fyrir að hafa gert aðrar áætlanir. Ferðaskrifstofan Travelscope hefur óvænt lýst sig gjaldþrota og eru ferðaáætlanir tugþúsunda Breta því í uppnámi.
Alls eiga um 40.000 manns bókaða ferð hjá skrifstofunni, þar af um 10.000 nú um jólin.
Starfsmenn ferðaskrifstofunnar hófu að hringja í viðskiptavini fyrir fáeinum dögum til að vara þá við, en margi þeirra héldu að um smekklaust grín væri að ræða. Eftir að upp komst að svo væri ekki hefur ekki verið hægt að ná í skrifstofuna þar sem þúsundir óánægðra viðskiptavina hafa reynt að ná sambandi á sama tíma.
Þeir óheppnu geta huggað sig við það að því hefur verið heitið að allir viðskiptavinirnir fái endurgreitt að fullu, það breytir þó ekki þeirru leiðu staðreynd að fyrir mörgum er úti um sólríkt jólafrí í ár.