Áætlun franska lestakerfisins raskaðist mjög í gærkvöldi eftir að Euorostarlest á leið Nice í Frakklandi til Brussel í Belgíu lenti á villisvíni í norðurhluta Frakklands og laskaðist töluvert. Lestin hélt áfram ferðinni til Brussel en kom á áfangastað nærri klukkutíma á eftir áætlun.
34 öðrum háhraðalestum seinkaði vegna þessa óhapps. Umferð var stöðvuð í báðar áttir á meðan eftirlitsmenn gengu úr skugga um að brautarteinarnir hefðu ekki skemmst.
Í október urðu einnig miklar seinkanir á frönskum lestum eftir að háhraðalest lenti á geit.