Bylur hefur verið um helgina í miðríkjum Bandaríkjanna. Hafa fimm banaslys í umferðinni verið rakin til hálku á vegum og samgöngur, bæði á landi og í lofti, hafa raskast. Áfram er spáð snjókomu og hvassviðri í dag á svæðum í Illinois, Iowa, Missouri, Wisconcin, Michigan og Minnesota.
Í Texas varð fjöldaárekstur á hraðbraut í gærmorgun þegar skyggni versnaði skyndilega vegna snjókomu. Talið er að 80 bílar hafi lent í árekstrinum á Interstate 40 hraðbrautinni.
Þá eru um 300 umferðarslys, þar af 3 banaslys, rakin til hálku í Minnesota.
Þrátt fyrir kulda á tíðum í vetur er líklegt að árið 2007 verði eitt af 10 hlýjustu árum á meginlandi Bandaríkjanna frá því mælingar hófust árið 1895.