Vildi fjöldahandtökur árið 1950

J. Edgar Hoover, fyrrum yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, vildi árið 1950 láta handtaka 12.000 Bandaríkjamenn sem hann taldi ógna öryggi þjóðarinnar. Þetta kemur fram í skjölum frá árunum 1950-1955 sem leynd var létt af í vikunni.

Hoover bað Harry Truman, forseta Bandaríkjanna, að láta hrinda fjöldahandtökunum í framkvæmd þar sem þær væru nauðsynlegar til að vinna gegn landráðum, njósnum og skemmdarverkastarfsemi. Engin gögn eru til um hvort áætlunin var nokkurn tíma samþykkt.

Um 97% þeirra sem voru á listanum voru Bandaríkjamenn, nöfnunum hafði Hoover látið safna saman á árunum áður og vildi hann láta geyma þá handteknu í bæði hernaðarlegum og borgaralegum fangelsum í Bandaríkjunum.

Dagblaðið New York Times sagði frá þessu í dag, en engin nöfn þeirra sem handtaka átti hafa verið birt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka