Olmert: Vopnahlé ekki á dagskrá

Ísraelskir hermenn í aðgerðum á landamærum Gasa og Ísraels
Ísraelskir hermenn í aðgerðum á landamærum Gasa og Ísraels AP

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert útilokaði í dag friðarviðræður við Hamas-hreyfinguna og kallaði baráttu þjóðarinnar gegn samtökunum ,,sannkallað stríð".

Ísraelski herinn hefur átt í bardögum við Hamas og aðra vopnaða hópa sem skotið hafa eldflaugum inn í suðurhluta Ísraels. Herinn virðist þó hafa náð nokkrum árangri á undanförnum vikum þótt Olmert segir engar áætlanir um að draga úr aðgerðum.

Leiðtogar Hamas hafa lýst vilja sínum undanfarna daga til að komast að vopnahléssamkomulagi og hafa sumir ráðherrar í ríkisstjórn Olmerts sagt að stjórnin eigi að íhuga boðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert