Að minnsta kosti 11 manns hafa látist í snjóbyljum sem gengið hafa yfir miðhluta Bandaríkjanna. Veðrið hefur valdið hundruðum slysa allt suður til Texas þar sem fimmtíu bílar lentu í árekstri á hraðbraut.
Tré hafa einnig fallið á raflínur og valdið rafmagnsleysi, og hafa miklar tafir orðið á flugi. Fjöldaárekstrar á þjóðvegum hafa tafið umferð víða, m.a. í Kansas, Texas, Minnesota og Wisconsin.