Saksóknarar innan Ísraelshers hafa komist að þeirri niðurstöðu, að notkun klasasprengna í hernaði Ísraelsmanna gegn Hizbollah-samtökunum í Líbanon á síðasta ári hafi verið í samræmi við alþjóðalög. Verða engar ákærur gefnar út og hefur rannsókninni verið hætt.
Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök sökuðu Ísraelsmenn um að hafa varpað um 4 milljónum klasasprengna meðan á stríðinu stóð. Um 1 milljón af sprengjunum sprakk ekki og veldur nú mikilli hættu á svæðinu.
Yfir 30 manns hafa látið lífið af völdum þessara sprengna og jarðsprengna frá því stríðinu lauk sumarið 2006.