Tveir Bretar handtekir í Afganistan

Tveir breskir ríkisborgarar hafa verið handteknir í Afganistan fyrir að ógna öryggi landsins. Ekki hefur verið upplýst hvað mennirnir eru grunaðir um að hafa gert um er að ræða sendimenn frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópusambandinu, sem munu vera grunaðir um að hafa átt fundi með fulltrúum talibana.

Gert er ráð fyrir að mönnunum verði vísað úr landi og afganskir samverkamenn þeirra verði dregnir fyrir dóm.

Þúsundir Evrópumanna starfa í Afganistan með annaðhvort herliðinu sem þar er undir stjórn NATO, eða í opinberum stofnunum við uppbyggingu innviða landsins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert