Fórnarlamba flóðbylgju minnst

Þess var minnst í ríkjum við Indlandshaf að þrjú ár eru í dag frá því mikil flóðbylgja, sem myndaðist eftir jarðskjálfta við Indónesíu, varð um 220 þúsund manns að bana. Eru þetta einhverjar mannskæðustu náttúruhamfarir sem orðið hafa.

Í Indónesíu var í morgun beðið fyrir þeim sem létust í moskum á Acehfylki á norðurhluta Sumötru en þar létu allt að 168 þúsund manns lífið. Aðalathöfnin var haldin utandyra í þorpinu Calang.

á Sri Lanka, þar sem 31 þúsund manns létu lífið, var hamfaranna minnst með því að opna nýja brú í strandbænum Matara en brúin var fjármögnuð af Suður-Kóreumönnum. Tveggja mínútna þagnarstund hófst klukkan 9:25, sama tíma og  þegar fyrsta aldan skall á strönd landsins fyrir þremur árum.

Minningarstund var í Nagapattinam í Tamil Nadu ríki á Indlandi þar sem um 6 þúsund manns létu lífið. 

Á Taílandi söfnuðust Búddamunkar saman við strönd Andamanhafs og héldu athöfn til minningar um 5400 manns, sem fórust þar í landi. Um helmingur þeirra sem létu lífið var erlendir ferðamenn.    

Búddamunkar ganga fram hjá minnismerki í Phang Nga á Taílandi …
Búddamunkar ganga fram hjá minnismerki í Phang Nga á Taílandi í morgun. Reuters
Almannavarnaæfing var haldin í Bantenhéraði á Jövu í Indónesíu í …
Almannavarnaæfing var haldin í Bantenhéraði á Jövu í Indónesíu í morgun þar sem æfð voru viðbrögð við flóðbylgju. Reuters
Svisslendingurinn Paul Ruegg tekur myndir af fórnarlömbum flóðbylgjunnar í grafreit …
Svisslendingurinn Paul Ruegg tekur myndir af fórnarlömbum flóðbylgjunnar í grafreit í Phang Nga héraði á Taílandi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert